Ritdómar
og umsagnir
Úr greininni Skáldasvanur, Birgir Svan og ljóð hans
"Steinn Steinarr sagði einhvern tímann um ungskáld síns tíma að það skorti lífshættu í ljóðin þeirra. Birgir er eitt af fáum skáldum minnar kynslóðar sem stundað hefur öll algeng störf til sjós og lands og þekkir lífshættu af eigin raun. Hún er tjáð í lífsbaráttuljóðum hans. Ljóð hans eru mun fjölbreyttari en ljóð flestra meginskálda af sömu kynslóð.
Bestu ljóð Sigurðar Pálssonar eru vissulega meðal þess besta sem ort hefur verið á íslensku síðustu áratugina. En þau er ögn eintóna, sjálfum sér lík, einatt hressileg, sjaldan döpur. Þau eru yfirleitt ekki mjög persónuleg og virðast sjaldnast verulega einlæg.
Birgir hefur fleiri strengi á sinni hörpu. Ljóð hans eru stundum einlæg, stundum fjarlæg, oft persónuleg en stundum hæðin og ópersónuleg. Þau eru á köflum glettin, stundum döpur, við og við pólitísk, oft draumkennd. Og eins og sjá má af tilvitnunum hér að ofan þá má finna í kvæðum hans fallegar og frumlegar ljóðmyndir og myndhvörf.
Svanurinn er ljóðrænastur fugla, Birgir Svan er sannnefndur skáldsvanur."
Stefán Snævarr | Stundin, 5. maí 2020
“Birgir Svan er vígreifur ljóðasmiður og laus við alla tæpitungu.”
Aðalsteinn Ingólfsson
Dagblaðið
“Fjall í hvítri skyrtu er góð ljóðabók”
Guðbjörn Sigurmundsson
Morgunblaðið
“Birgir Svan hefur sýnt snilldartilburði í því að vefa saman feld úr þráðum sem tilheyra ólíkum sviðum...”
Ingi Bogi
Þjóðviljinn